Tjörnes

Tjörnes er skaginn milli Skjálfandaflóa og Öxarfjarðar. Auk áhugaverðrar jarðsögu svæðisins er svæðið einnig mikilvægt fyrir ýmsa fuglastofna. Ber þar helst að nefna rjúpuna en hún verpir þar í miklum þéttleika. Sjófuglar verpa við ströndina og stórar lundabyggðir eru í eyjum út af Tjörnesi, Lundey og Mánáreyjum.

Náttúrustofan stundaði rannsóknir á varpárangri og sumarafföllum rjúpna í Þingeyjarsýslum 2009-2010 og var aðal rannsóknasvæðið á Tjörnesi. Vetrarfuglatalningar fara fram á strandlengju Tjörnes en auk þess hefur Náttúrufræðistofnun Íslands verið með árlegar talningar og aðrar athuganir á rjúpu á svæðinu. Náttúrustofan vaktar einnig mófugla á Tjörnesi.

_MG_3156

WordPress Image Lightbox Plugin