Krafla

Krafla er megineldstöð norðaustur af Mývatni. Á Kröflusvæðinu er háhitasvæði með leirhverum og gufuhverum. Virkjun hefur verið starfrækt í Kröflu frá því seint á áttunda áratugnum en fyrirhugað er að stækka Kröfluvirkjun enn frekar. Kröflusvæðið liggur í um 450-500 m hæð yfir sjávarmáli. Landið er mishæðótt og gróður er slitróttur á svæðinu. Hæðartoppar eru að mestu ógrónir en hlíðarnar grónar. Gróðurfar á svæðinu er frekar fjölbreytt, einkum vegna fjölbreytts landslags. Fjalldrapamói er ríkjandi í hlíðunum í kringum Kröflustöð en dalbotninn, utan mannvirkjasvæðis, einkennist annars vegar af grónu hrauni þar sem lynggróður er ríkjandi og hinsvegar af litlum svæðum með gróðurlendum eins og mosagróðri, graslendi og þursaskeggsmóa ásamt uppgræðslusvæði.

Náttúrustofan hóf vöktun á gróðri á svæðinu að beiðni Landsvirkjunar sumarið 2012.

IMG_4262

WordPress Image Lightbox Plugin