Rannsóknir

Fuglarannsóknir ásamt almennri dýravistfræði eru sérsvið Náttúrustofunnar. Rannsóknir stofunnar beinast meðal annars að vatnafuglum og sjófuglum.

Eitt af því sem Náttúrustofan hefur haft að leiðarljósi frá því hún hóf störf árið 2004 er reglubundin vöktun fuglastofna í Þingeyjarsýslum. Fuglarannsóknir og -vöktun eiga sér djúpar rætur á svæðinu en það má segja að þær hafi hafist með upphafi vetrarfuglatalninga Náttúrufræðistofnunar Íslands 1952. Samkvæmt sérstökum samningi við umhverfisráðuneytið hefur Náttúrustofan fylgst með þróun fuglastofna í Þingeyjarsýslum. Verkefnið er umfangsmikið og beinist að vöktun vatnafugla, sjófugla og mófugla auk umsjónar með framkvæmd vetrarfuglatalninga á svæðinu. Þá hefur Náttúrustofan safnað upplýsingum um farfuglakomur í samstarfi við fuglaáhugamenn á svæðinu.

20120618_082432

Náttúrustofan sér auk þess um ýmis konar vöktun á dýralífi á starfssvæði sínu. Hún er með fiðrildavöktun í Vatnajökulsþjóðgarði og Mývatnssveit ásamt því að vakta vatnalíf samhliða vöktun vatnafugla. Árið 2010 hóf Náttúrustofan vöktun á lífríki Lónanna í Kelduhverfi að frumkvæði fiskeldisfyrirtækisins Rifóss ehf. sem rekur þar matfiskeldi og er sú vöktun eitt af föstum þjónutuverkefnum stofunnar. Auk þessa hefur Náttúrustofan tekið þátt í vatnalífsrannsóknum í samstarfi við fleiri aðila.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin