Þeistareykir

Eyðibýlið Þeistareykir er um 10 km suðaustan við Sæluhúsmúla á Reykjaheiði. Þar er öflugt háhitasvæði og árið 2017 var Þeistareykjavirkjun tekin í notkun en hún framleiðir rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju PCC BakkiSilicon hf. við Húsavík.

Þeistareykir liggja í um 350 m hæð yfir sjávarmáli. Landslag norður af Þeistareykjum einkennist af flötum og grónum hraunum þar sem hraunkollar standa víða upp úr. Svæðið er þurrt og samfelldur mólendisgróður ríkjandi. Gróðurfar er fremur fjölbreytt á svæðinu og helstu gróðurlendi eru fjalldrapamói, lyngmói og fléttumói en auk þess má finna þar graslendi, þursaskeggsmóa og fágæta mýrastararbletti.

Náttúrustofan hóf vöktun á gróðri á svæðinu að beiðni Landsvirkjunar sumarið 2012. Auk þess eru mófuglar vaktaðir og fylgst er með varpi fálka á svæðinu. Einnig hefur Náttúrustofan komið að lífríkisrannsóknum í tjörnum á svæðinu.

2007-06-14 009

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin