Ýmis rannsóknaverkefni

Vistfræði og vetrarfæða straumanda Laxár í Suður-Þingeyjarsýslu

Markmið verkefnisins er að fá heildstæða mynd af vistfræði straumandar við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu, árið um kring. Straumendur voru taldar við ána og varp kortlagt. Skítsýnum var safnað til greiningar á fæðuleifum. En einnig hafa vefja- og fæðusýni verið send til ísótópagreininga. Sjá nánar um verkefnið í frétt Náttúrustofunnar frá árinu 2005 hér. 

IMG_1897

Úttekt á stofnstærð íslenska þórshanastofnsins

Sumarið 2014 stóð Náttúrustofan fyrir úttekt á stofnstærð íslenska þórshanastofnsins (Phalaropus fulicarious) að fengnu leyfi frá Umhverfisstofnun, en síðasta úttekt fór fram 2010. Talningar sumarið 2014 benda til almennrar fækkunar frá talningu sumarið 2010. Úttektin var unnin í samstarfi við fjölmarga fuglaáhugamenn víðs vegar um landið.

Sníkjudýr í Botnsvatni

Markmið rannsóknarinnar var að kanna sýkingartíðni andablóðagða í vatnasniglum úr Botnsvatni og komast að því hver sýkingavaldurinn væri við vatnið en þær valda svokölluðum sundmannakláða. Haustið 2005 var vatnasniglum auk tveggja anda safnað í Botnsvatni til sannsókna á blóðögðum. Rannsóknin var gerð í samstarfi við Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá hér í grein Karls Skírnissonar í Náttúrufræðingnum.

Göngumynstur og hrygningarstaðir laxa í Laxá í Aðaldal

Sumarið 2008 vann Kristinn Ólafur Kristinsson að mastersverkefni sínu um göngumynstur og hrygningarstaði laxa í Laxá í Aðaldal. Merktir voru 60 laxar og fylgst með ferðum þeirra um sumarið. Sjá nánar í mastersritgerð Kristins.

i1

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin