Fiðrildi

Náttúrustofan tekur þátt í samstarfsverkefni nokkurra aðila undir stjórn Náttúrufræðistofnunar Íslands um vöktun fiðrilda á landsvísu. Nánar má fræðast um verkefnið á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.  Náttúrustofan heldur úti tveimur ljósgildrum. Önnur var sett upp í Ási í Kelduhverfi árið 2007 og hefur verið starfrækt óslitið síðan.  Hin var sett upp á Skútustöðum í Mývatnssveit árið 2009 og var starfrækt þar fram á sumarið 2019 en hefur verið við Bakka norðan Húsavíkur frá árinu 2020. Ljósgildrurnar eru með sterkri ljósaperu sem laðar að fiðrildi. Við það að fljúga á peruna fatast fiðrildum flugið og falla um trekt niður í safnkassa. Gildrurnar eru tæmdar og yfirfarnar vikulega fram undir miðjan nóvember en þá eru þær teknar niður. Myndin hér að neðan sýnir ljósgildruna í Ási.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Fiðrildin úr gildrunum er geymd í frysti uns tími gefst til að telja þau og tegundagreina. Til ársins 2021 hafa 46 tegundir fiðrilda verið greind úr gildrum Náttúrustofunnar. Sú tala gæti átt eftir að hækka þar sem eftir er að fá staðfestingu Náttúrufræðistofnunar á greiningu sjaldgæfra og torgreindra tegunda fyrir árin 2019-2021. Taflan hér að neðan sýnir meðalfjölda fiðrilda af hverri tegund sem komið hafa í gildrurnar í Ási (2007 – 2018), á Skútustöðum (2009-2018) og við Bakka (2020-2021). Innan sviga er getið fjölda ára sem viðkomandi tegund hefur komið í gildruna.

Meðalfjöldi (fjöldi ára)
TegundFræðiheitiÁsBakkiSkútustaðir
HærupysjaColeophora algidella9,6 (11)0,7 (5)
SefpysjaColeophora alticolella0,1 (1)
ReyrslæðaCrambus  pascuella0,2 (3)
MosabugðaBryotropha similis10,1 (10)1,4 (2)
HagabugðaGnorimoschema valesiella0,2 (2)0,1 (1)
SkrautfetiDysstroma citrata349,2 (15)4 (2)16 (10)
KlettafetiEntephria caesiata56,1 (15)23 (2)48,1 (10)
MöðrufetiEpirrhoe alternata3,8 (11)2,8 (8)
LyngfetiEupithecia nanata0,2 (2)0,5 (3)
EinifetiEupithecia pusillata0,1 (1)0,1 (1)
MófetiEupithecia satyrata37,9 (15)2 (2)15,1 (10)
VíðifetiHydriomena furcata491,7 (15)48,5 (2)306,1 (10)
HaustfetiOperophtera brumata108,5 (14)1 (1)2,1 (2)
BirkifetiRheumaptera hastata1 (11)0,8 (5)
TúnfetiXanthorhoe decoloraria74,3 (15)11 (2)78,5 (10)
MýrfetiXanthorhoe designata0,1 (2)1 (6)
AsparyglaAgrochola circellaris0,7 (4)
GarðylgaAgrotis ypsilon0,3 (4)
HrossyglaApamea exulis0,1 (1)0,1 (1)
StráyglaApamea remissa0,1 (1)
GammayglaAutographa gamma1,6 (11)3,5 (2)0,1 (1)
GrasyglaCerapteryx graminis19,5 (15)5 (2)0,4 (3)
JarðyglaDiarsia mendica91,9 (15)30,5 (2)34,1 (10)
ÚlfyglaEurois occulta0,2 (1)0,1 (1)
BrandyglaEuxoa ochrogaster236,7 (15)57,5 (2)9,5 (10)
SigðyglaHelotropha leucostigma0,1 (1)
ErtuyglaMelanchra pisi0,1 (1)
HringyglaMniotype adusta0,3 (4)0,2 (1)
GulyglaNoctua pronuba4,8 (12)2 (2)1,1 (2)
SkrautyglaPhlogophora meticulosa0,3 (3)
GráyglaRhyacia quadrangula0,5 (6)0,1 (1)
BergyglaStandfussiana lucernea0,1 (2)
SilfuryglaSyngrapha interrogationis8,1 (14)4 (2)0,9 (6)
NetluyglaXestia c-nigrum0,1 (1)
KálmölurPlutella xylostella3,1 (12)2 (2)0,7 (3)
DílamölurRhigognostis senilella0,9 (6)0,5 (1)0,4 (3)
SteinfenjaStenoptilia islandicus0,1 (2)
VíðiglæðaMatilella fusca0,1 (2)
UllarmölurMonopis laevigella1,6 (10)
LyngvefariAcleris maccana115,2 (14)7 (1)7,7 (7)
BirkivefariAcleris notana1167 (15)1 (1)6 (5)
KjarrvefariApotomis sororculana3,7 (13)2,5 (2)0,3 (2)
FlikruvefariCochylis dubitana0,6 (8)0,1 (1)
GrasvefariEana osseana472,1 (15)155,5 (2)29,5 (9)
TígulvefariEpinotia solandriana1315,9 (15)4,5 (2)67,1 (10)
BarrvefariZeiraphera griseana11 (9)1 (1)0,1 (1)
Meðalfjöldi fiðrilda á ári4.603373650
Meðalfjöldi tegunda á ári24,917,516,2
Fjöldi ára (árabil)15 (2007-2021)2 (2020-2021)10 (2009-2018)
Heildarfjöldi tegunda442035

Eins og sést á töflunni þá berst mismikið af fiðrildum í gildrurnar eftir tegundum. Margar tegundir eru langt því frá árvissar og sumar teljast til flækinga. Þær sem eru í mestu magni skipta lífríkið í kring miklu máli þar sem lirfurnar lifa á gróðri og egg, lirfur, púpur og fiðrildi eru fæða fugla. Hér að neðan eru línurit sem sýna sveiflur í veiði hjá algengustu tegundunum. Aðeins eru dregnar línur fyrir tegundir þar sem árleg veiði er yfir 10 fiðrildi. Til að auðvelda samanburð milli gildra er notuð vísitala í stað heildarfjölda. Vísitala hvers árs er hlutfall af meðalfjölda allra ára í viðkomandi gildru. Meðaltalið má sjá innan sviga við nafn gildrunnar.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
Fréttir
WordPress Image Lightbox Plugin