Náttúrutúlkun

Náttúrutúlkun er miðlun sem nýtist vel til fræðslu úti í náttúrunni. Starfsmaður náttúrustofunnar kenndi náttúrutúlkun á árlegum landvarðanámskeiðum Umhverfisstofnunar ásamt því að kenna og kynna náttúrutúlkun á öðrum vettvangi, bæði á námskeiðum og í fyrirlestrum. Á landvarðanámskeiðum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur til að nota aðferðir náttúrutúlkunar í gönguferðum og annarri fræðslu sem boðið er upp á innan friðlýstra svæða.

IMG_8566-landvardanamskeid-JonB-breytt

Vorið 2011 gaf Náttúrustofan út bókina Náttúrutúlkun – Handbók. Handbókin fjallar um hugmyndafræði og aðferðir náttúrutúlkunar en sérstök áhersla er lögð á að staðfæra efnið að íslenskum aðstæðum. Bókin nýtist meðal annars landvörðum, leiðsögumönnum, kennurum og öðrum sem vilja tileinka sér aðferðir náttúrutúlkunar við leiðsögn og kennslu. Bókin er einnig notuð sem kennslubók í náttúrutúlkun. Gerð og útgáfa bókarinnar var styrkt af Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar, Vinum Vatnajökuls, Umhverfisráðuneytinu og Ferðamálastofu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin