Örnefni

Í desember 2011 fékk Náttúrustofan styrk frá Vinum Vatnajökuls til hnitsetningar örnefna í Jökulsárgljúfrum í Vatnajökulsþjóðgarði. Markmið verkefnisins var að varðveita þekkt örnefni á svæðinu og staðsetja þau nákvæmlega. Svæðið sem um ræðir nær yfir jarðirnar Ás, Ásbyrgi og Svínadal en örnefnin voru áður varðveitt í nokkrum misgömlum örnefnaskrám. Við staðsetningu örnefna í Áslandi naut Náttúrustofan aðstoðar Axels Yngvasonar frá Ási. Verkefninu lauk í september 2012 með útgáfu greinargerðar – Örnefni í Jökulsárgljúfrum. Þar var örnefnunum lýst, þau staðsett og hnitsett auk þess sem saga örnefnanna var skráð í þeim tilfellum sem hún er þekkt.

Hljodaklettar

Í desember 2012 fékk Náttúrustofan frekari styrk frá Vinum Vatnajökuls til skráningar örnefnanna inn í örnefnagrunn Landmælinga Íslands og lauk því verkefni á árinu 2013.

Skráning örnefnanna nýtist Vatnajökulsþjóðgarði og fleirum við fræðslu, gerð korta og útgáfu fræðsluefnis.

WordPress Image Lightbox Plugin