Samstarf

Náttúrustofan vinnur í samstarfi við nokkrar stofnanir sem tengjast starfsemi hennar. Bæði er um að ræða samstarf við rannsóknir, verkefni og samnýtingu aðstöðu.

Þekkingarnet Þingeyinga

Náttúrustofa Norðausturlands deilir húsnæði með Þekkingarneti Þingeyinga. Stofnanirnar samnýta þannig aðstöðu en auk þess eiga stofnanirnar gott samstarf við margvísleg verkefni.

IMG_7979
Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, Siv Friðleisfsdóttir umhverfisráðherra og Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands við formlega opnun stofnananna og á afmæli Sivjar.
Hvalasafnið á Húsavík

Náttúrustofa Norðausturlands og Hvalasafnið á Húsavík eiga með sér samstarf um samnýtingu á húsnæði. Þannig hefur Náttúrustofan t.a.m. aðgang að fyrirlestrasal Hvalasafnsins.

Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn

Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn (RAMÝ) eiga með sér gott samstarf og hafa stofnanirnar gert með sér formlegan samstarfssamning. Náttúrustofan hefur til að mynda unnið í nánu samstarfi við RAMÝ að vöktun vatnafugla í Þingeyjasýslum.

_MG_2816

Náttúrufræðistofnun Íslands

Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrufræðistofnun Íslands eiga með sér gott samstarf. Meðal þeirra verkefna sem unnin hafa verið í samstarfi við Náttúrufræðistofnun eru:

Stofnstærð og útbreiðsla íslenska flórgoðastofnsins.
Stofnanirnar stýrðu í sameiningu landsúttekt á flórgoðastofninum árin 2004-2005. Stofnanirnar hafa leitað aðstoðar einstaklinga og nokkurra náttúrustofa við gagnasöfnun en frekari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Vöktun rjúpnastofnsins.
Náttúrustofan hefur aðstoðað dr. Ólaf K. Nielsen, starfsmann NÍ, við rjúpnatalningar og rannsóknir á rjúpu.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Samtök náttúrustofa

Samtök Náttúrustofa (SNS) voru stofnuð formlega þann 16. maí 2002. Náttúrustofa Norðausturlands gerðist aðili að samtökunum skömmu eftir að stofan hóf rekstur en aðilar að samtökunum eru náttúrustofur, sem starfa eftir lögum nr. 60/1992 um Náttúrufræðistofnun Íslands og náttúrustofur, sbr. lög nr. 92/2002. Markmið samtakanna má finna á heimasíðu þeirra.

100_6134

Auk Náttúrustofu Norðausturlands eru sjö aðrar náttúrustofur starfandi á landinu og eru þær allar aðilar að SNS. Stofurnar eru:

SNS hefur gert formlega samstarfssamninga við Hólaskóla og Náttúrufræðistofu Kópavogs

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin