Starfsemi

Sérsvið Náttúrustofunnar er á sviði fuglarannsókna ásamt almennri dýravistfræði. Stofan sér um ýmis konar vöktun á dýralífi á starfssvæði sínu. Má þar nefna fuglavöktun í Þingeyjarsýslum utan Mývatns og Laxár, vöktun vatnalífs í stöðuvötnum á svæðinu og fiðrildavöktun í Vatnajökulsþjóðgarði og við Bakka norðan Húsavíkur.

Náttúrustofan sinnir ýmsum þjónusturannsóknum en útseld þjónusta er mikilvægur þáttur í starfsemi hennar. Leitað hefur verið til stofunnar með náttúrufarsúttektir og ráðgjöf t.a.m. í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. Af öðrum verkefnum stofunnar má nefna vöktun á plasti í fýlum sem unnið er samkvæmt samningi við Umhverfisstofnun og vöktun náttúruverndarsvæða sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og aðrar náttúrustofur.

Náttúrustofan veitir einnig fræðslu um náttúrufræði og umhverfismál og hefur gjarnan tekið þátt í námskeiðahaldi á því sviði. Einn starfsmaður Náttúrustofunnar er menntaður kennari.

Náttúrustofan er sveitarfélögum og náttúruverndarnefndum á Norðausturlandi til ráðgjafar um náttúruvernd. Einnig er stofan Umhverfisstofnun og stjórnvöldum ráðgjafaraðili um náttúruverndarmál á starfssvæði sínu.

Hér má sjá ársskýrslur NNA.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin