Fuglastígur á Norðausturlandi

Árið 2010 kom Náttúrustofan ásamt Atvinnuþróunarfélagi Þingeyinga (nú Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra) að stofnun félagsins, Fuglastígur á Norðausturlandi. Fuglastígur er samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila og áhugafólks um uppbyggingu fuglaskoðunar í Þingeyjarsýslum og hefur þann tilgang að stuðla að og þróa uppbyggingu á fuglatengdri ferðaþjónustu á Norðausturlandi. Starfsmaður Náttúrustofunnar situr í stjórn félagsins.

Til að styrkja undirstöður Fuglastígsins, framtíðarþróun og markaðssetningu var ákveðið að ráðast í greiningu á fuglaskoðunarstöðum sem tilgreindir eru á stígnum, bæði hvað varðar fuglalíf og aðstöðu. Fuglalíf var kannað allt að sex sinnum á hverjum stað, frá maí og fram í september 2012 og var verkefnið styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið af Náttúrustofunni.

IMG_2106


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
Fréttir
WordPress Image Lightbox Plugin