Fálkasetur Íslands

Fálkasetur Íslands eru frjáls félagasamtök áhugamanna og opinberra aðila um stofnun og rekstur fálkaseturs í Jökulsárgljúfrum. Stofnfundur félagsins var haldinn í mars árið 2011 í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Hugmyndin að félaginu byggir á að nýta einstakar aðstæður í Ásbyrgi og Jökulsárgljúfrum til að fræða almenning um íslenska fálkann, lifnaðarhætti og tengsl hans við aðrar tegundir og þá sérstaklega rjúpuna. Að undirbúningi verkefnisins komu Vatnajökulsþjóðgarður, Náttúrustofa Norðausturlands, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga (nú Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi Eystra) og Fuglastígur á Norðausturlandi auk þess sem Náttúrufræðistofnun Íslands veitir verkefninu faglega ráðgjöf og efni.

Náttúrustofan hefur komið að styrkumsóknum fyrir félagið en styrkur fékkst frá Menningar og viðurkenningarsjóði KEA til kaupa á fjarsjá, frá Vinum Vatnajökuls vegna uppsetningar heimasíðu og rannsóknasjóði Vegagerðarinnar til uppsetningar hreiðra og vöktunar á þeim. Starfsmaður Náttúrustofunnar situr í stjórn félagsins.

IMG_0184


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
Fréttir
WordPress Image Lightbox Plugin