Niðustöður fiðrildavöktunar 2016

Náttúrustofan starfrækir tvær fiðrildagildrur, í Ási í Kelduhverfi og Skútustöðum í Mývatnssveit. Kveikt er á gildrunum um miðjan apríl og þær teknar niður í nóvember. Vikulega eru gildrurnar tæmdar og yfirfarnar. Veturinn er síðan nýttur til að telja og greina fiðrildin til tegundar. Nú hefur verið unnið úr sýnum ársins 2016 að því undanskyldu að eftir er að staðfesta greiningu á fáeinum eintökum. Lítið barst af fiðrildum í gildrurnar 2016, bæði hvað varðar fjölda einstaklinga og fjölda tegunda. Alls komu 1648 fiðrildi í gildruna í Ási og búið er að greina 20 tegundir en nokkur eintök bíða greiningar, tegundum gæti því fjölgað. Í gildruna á Skútustöðum komu 566 fiðrildi af 14 tegundum. Samanburður á fjölda fiðrilda og tegunda milli ára má sjá á línuritunum hér að neðan.

Heidlarveiði fiðrilda Ás og SkútustaðirFjöldi tegunda eftir árum í Ási og á Skútustöðum

Ef litið er til einstakra tegunda ársins 2016 kemur í ljós að mun meira kom af haustfeta (Operophtera brumata) í gildruna í Ási en nokkru sinni fyrr og og næst mesti fjöldi túnfeta (Xanthorhoe decoloraria) á Skútustöðum frá upphafi mælinga þar. Flestar tegundir eru hins vegar í meðallagi en óvenju fáliðaðar. Sérstaklega má nefna að bæði grasvefari (Eana osseana) og tígulvefari (Epinotia solandriana) hafa verið í lægð frá 2012 en báðar tegundirnar geta komið fram í mjög miklum mæli og ráðið þar með miklu um heildarveiðina. Önnur tegund sem 0ft er í miklum mæli í Ási, brandygla (Euxoa ochrogaster), er einnig í mikilli lægð. Línurit yfir 15 algengustu tegundirnar er að finna í umfjöllun um fiðrildavöktun hér á heimasíðu Náttúrustofunnar.

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin