Niðurstöður vetrarfuglatalninga á Tjörnesi

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands fór fram í janúar 2018 og var þetta jafnframt í 66. skipti sem þessar talningar eiga sér stað. Að þessu sinni voru taldir 32358 fuglar á 28 svæðum í Þingeyjarsýslum. Aldrei áður hafa svo margir fuglar eða svæði verið talin á þessu svæði. Rétt að segja frá helstu niðurstöðum talninga á Tjörnesi. Þar hófust talningar á árunum 1956-58. Talið er með strandlengjunni sem er um 59 km að lengd og skiptist hún upp í sjö mislöng svæði, 4,2-15,45 km, frá Laxárós í vestri austur í Lónsós. Það er misjafnt hversu mörg svæði hafa verið talin hverju sinni en nú voru öll svæðin talin sjötta árið í röð og sáust 40 fuglategundir (1. mynd).

1. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin umhverfis Tjörnes frá 1956-2017 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust.
1. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin umhverfis Tjörnes frá 1956-2017 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust.

 

Æðarfugl er ætíð langalgengasti fuglinn umhverfis Tjörnes en nú sáust 9254 fuglar á svæðunum sjö (+12,6% breyting frá síðustu talningu, 2. mynd), hávella er í öðru sæti með 1122 fugla (+18,6%, 3. mynd), snjótittlingur í þriðja sæti með 948 fugla (aðeins 33 sáust í síðustu talningu), stokkönd í því fjórða með 676 fugla (-21%) og loks straumönd fimmti algengasti fuglinn (573 fugla, -6,3%). Milli ára fækkaði svartbak (-49,6%) og stokkönd (-21%), 4. mynd, hlutfallslega mest, af algengari tegundum á svæðinu. Stokkendur hafa í raun ekki verið færri síðan 1993. Fjöldi svartfugla var meiri nú en veturinn á undan. Samtals sáust 77 teistur, 53 haftyrðlar, 37 álkur, 10 langvíur og 2 stuttnefjur. Þá sáust nokkrar tegundir sjaldgæfra vetrargesta og flækingsfugla, 7 æðarkóngar, 2 vepjur, 1 stormmáfur, 14 svartþrestir, 10 gráþrestir, 1 hettusöngvari, 5 glókollar og stakur stari.

2. mynd. Fjöldi æðarfugla við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
2. mynd. Fjöldi æðarfugla við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
3. mynd. Fjöldi hávellu við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
3. mynd. Fjöldi hávellu við Tjörnesi. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
4. mynd. Fjöldi stokkanda við Tjörnes. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.
4. mynd. Fjöldi stokkanda við Tjörnes. Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.

 

Skoða má fleiri línurit um breytingar á fjölda fugla umhverfis Tjörnes á vef Náttúrustofunnar.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin