Vetrarfuglar

Árlegar vetrarfuglatalningar hófust á Íslandi um jólaleytið 1952 að amerískri fyrirmynd. Finnur Guðmundsson fuglafræðingur (1909-1979) á Náttúrufræðistofnun Íslands hafði frumkvæði að þessum talningum hérlendis. Þetta verkefni er ein lengsta samfellda vöktun sem stunduð hefur verið hér á landi og sú sem tekur til flestra fuglategunda. Fuglaáhugamenn tóku þessu nýja verkefni fagnandi og töldu margir af upphafsmönnum þess, svæði sín áratugum saman. Frá upphafi hafa áhugamenn unnið þetta verk í sjálfboðavinnu og á síðustu árum hafa hátt á annað hundrað manns tekið þátt. Talningar fóru lengst af fram á frídegi milli jóla og nýárs og oft varð annar dagur jóla fyrir valinu. Af þeim sökum hafa talningar þessar gjarnan verið nefndar „jólatalningar“.

Talið hefur verið í Þingeyjarsýslum frá upphafi. Fyrsta árið taldi Sigurður Gunnarsson (1931-2008) í Arnarnesi í Kelduhverfi og Ragnar Sigfinnsson (1912-2000) á Mývatni, frá Reykjahlíð suður að Kálfaströnd. Enn þann dag í dag er talið á báðum þessum svæðum þó talningar hafi ekki verið samfelldar frá upphafi. Í dag er talið á ca. 24 svæðum og að jafnaði sjást þar 38-45 tegundir.

Markmið vetrarfuglatalninga er að safna upplýsingum um fjölda og dreifingu fugla að vetrarlagi. Talningar eru staðlaðar og geta því nýst til vöktunar einstakra stofna.

Nú hefur farið fram úrvinnsla á hluta talninga úr Þingeyjarsýslum. Þær hafa verið teknar saman af Gauki Hjartarsyni og Náttúrustofunni, í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands. Ákveðið var að binda úrvinnsluna við strandlengju Tjörness, frá Laxárós í vestri austur í Lónsós. Þar hófust talningar á árunum 1956-58. Strandlengjan sem um ræðir er um 59 km að lengd og skiptist hún upp í sjö mislöng svæði, 4,2-15,45 km, sem sýnd eru á 1. mynd. Samtals hafa 74 fuglategundir fundist umhverfis Tjörnes í vetrarfuglatalningunum.

tjornes
1. mynd. Skipting svæða á Tjörnesi. Vestur- og austurmörk strandlengjunnar eru sýnd með þykkum, rauðum strikum. Húsavík er á svæði 232B. Norður er upp. –
Figure 1. The seven count areas along the Tjörnes peninsula, north is up.

Gögnin sem notuð voru í úrvinnslunni ná frá upphafi talninga til dagsins í dag. Fjöldi svæða sem talin hafa verið í hverri talningu er mjög misjafn en svæðin sjö voru öll talin í vetrarfuglatalningunum 1984-1991, 1993, 2009 og 2012-2017. Eins og sjá má á 2. mynd voru fremur fá svæði talin fram til 1983, sem getur haft áhrif á niðurstöðurnar (samanborið við tímabilið 1984-2015). Árin 1956-57, 1979 og 2004 var aðeins talið á einu svæði, og vegna sérstakra aðstæðna 2004 var ákveðið að nota ekki þær talningar.

Til þess að vega upp á móti breytilegu átaki á milli ára var fjöldi fugla á hverju svæði staðlaður sem fjöldi fugla á hvern kílómeter strandar. Síðan var reiknaður meðalfjöldi fugla á km á öllum svæðum sem talin voru hverju sinni. Loks var reiknað 5 ára keðjumeðaltal og staðalfrávik af meðaltalinu til þess að jafna gögn.

2. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin á athugunarsvæðinu frá 1956-2017 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust. Figure 2. Number of areas (red columns) counted during each winter bird count from 1956-2017 and the number of bird species (green columns) recorded.
2. mynd. Fjöldi svæða (rauðar súlur) talin á athugunarsvæðinu frá 1956-2017 og fjöldi tegunda (grænar súlur) sem sáust.
Figure 2. Number of areas (red columns) counted during each winter bird count from 1956-2017 and the number of bird species (green columns) recorded.

Hægt er að bera saman hluta af þessum niðurstöðum við sambærilega úrvinnslu gagna af Suðvesturlandi á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Útskýringar: Rauðir punktar tákna meðalfjölda fugla á km á öllum svæðum sem talin voru frá 1956 til 2017. Græn lína er 5 ára keðjumeðaltal, sýnd með staðalfrávikum.

Explanations: The plots below show the analysis of christmas bird count results from the shoreline around Tjörnes peninsula in Northeast Iceland (appr. 59km). The red dots show the average number of birds per km on all counted areas from 1956 to 2017. The green line is a 5 year moving average with a standard deviation.

anaplasommol

hishis

clahye

merser

phacar

calmar

chrrid

lararg

largla

larhyp

larmar

cepgry

corcor pleniv

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin