Ljósin slökkt

Tímabil fiðrildavöktunar er lokið hjá Náttúrustofu Norðausturlands þetta árið. Í ár hófst tímabilið miðvikudaginn 19. apríl þegar gildrur voru settar upp við Skútustaði í Mývatnssveit og Ás í Kelduhverfi. Gildrurnar hafa síðan verið tæmdar vikulega og aflinn frystur. Meðfylgjandi myndir eru af gildrunni í Ási þegar hún var tekin niður í gær 6. nóvember. Þrátt fyrir snjó og kulda voru 10 fiðrildi í gildrunni, 8 birkivefarar og 2 haustfetar. Annar afli bíður nú í frystikistu Náttúrustofunnar uns tími vinnst til að greina hann. Nánar má lesa um fiðrildavöktun Náttúrustofunnar hér á heimasíðunni. Náttúrustofan þakkar Vatnajökulsþjóðgarði, Umhverfisstofnun og Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn samstarfið í sumar.

DSC_0200

DSC_0202

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin