Vísindaveiðum lokið.

Frá árinu 2006 hafa Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum staðið fyrir rannsóknum á heilbrigði og líkamsástandi rjúpunnar og er markmið rannsóknarinnar að kanna hvort tengsl séu á milli heilbrigðis rjúpunnar og stofnbreytinga hennar. Rannsóknarsvæðið er á Norðausturlandi og hafa starfsmenn Náttúrustofunnar aðstoðað við sýnatökur frá upphafi. Veiðarnar fara fram í byrjun október ár hvert og fóru þær fram á tímabilinu 30. september til 4. október í ár.

IMG_2508
Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofunnar og Friðrik Jónasson á vísindaveiðum.

Á hverju ári er 100 rjúpum safnað, þar af 40 fullorðnum og 60 ungum í jöfnum kynjahlutföllum. Þegar rjúpa hefur verið veidd er aldur hennar og kyn ákvarðað og staðsetning, hópastærð og gróðurlendi skráð. Rjúpurnar eru síðan krufðar á Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn en nánari úrvinnsla sýna fer fram í Reykjavík.

20141001_181509
Áður en rjúpurnar eru krufðar eru fjaðrir þeirra ryksugaðar en eitt af því sem kannað er í rannsókninni eru sníkjudýr. Alls hafa fundist 16 tegundir sníkjudýra sem lifa annað hvort á eða í rjúpunni, þar af eru 7 þeirra áður óþekktar. Karl Skírnisson sníkjudýrafræðingur á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum á Keldum og Aðalsteinn Örn Snæþórsson starfsmaður Náttúrustofunnar ryksuga hér eina rjúpuna.

í meinafræðum

20141001_181610
Rjúpur krufðar á Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin