Vísindagrein um niðurstöður rannsókna á farháttum og vetrarstöðvum stuttnefja

Á dögunum kom út vísindagrein í tímaritinu Biological Conservation um niðurstöður rannsókna á farháttum og vetrarstöðvum stuttnefja í Norður-Atlantshafi. Rannsóknin er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni og eru tveir sérfræðingar Náttúrustofu Norðausturlands meðal höfunda. Stuttnefjum á Íslandi og Svalbarða hefur fækkað mikið á undanförnum árum á meðan stofnar sem verpa í Kanada og á norðvesturströnd Grænlands hafa verið stöðugir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna m.a. fram á að þeir stofnar stuttnefja sem eru stöðugir sækja vetrarstöðvar að mestu til Kanada á meðan þeir stofnar sem fækkar stöðugt í hafa vetursetu í kringum Ísland og vestur af Grænlandi. Greinina má lesa hér.

latrabjarg2_130620
Stuttnefja veidd
201306_IS__MG_5487
Stuttnefja
201306_IS__MG_5468
Merkt suttnefja
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin