Vetrarfuglatalningu lokið

Í janúar nýliðnum fór fram hin árlega vetrarfuglatalning sem vanalega á sér stað um hver áramót. Að þessu sinni voru 17 svæði talin á Norðausturlandi (austan Ljósavatnsskarðs), sem er með mesta móti þó engin ný svæði hafi verið talin að þessu sinni. 

Aedarfugl
Æðarfugl Somateria mollissima, algengasti vetrarfuglinn á strandsvæðum Norðausturlands.

Eins og ávallt er æðarfuglinn algengastur, en nú sáust rúmlega 8000 fuglar (55,3% af heildarfjölda fugla). Heildarniðurstöður má sjá í töflunni hér fyrir neðan.

Vetrartalning2011

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur við niðurstöðum talninga en lesa má meira um þessar vetrarfuglatalningar sem og skoða niðurstöður á landsvísu aftur til 2002 á vef Náttúrufræðistofnunar, http://www.ni.is/vetrarfugl

Talningarfólk í Þingeyjarsýslum að þessu sinni voru Aðalsteinn Örn Snæþórsson, Aðalsteinn Þórðarson, Ágúst Már Þórðarson, Bergþóra Kristjánsdóttir, Birkir Fanndal, Gaukur Hjartarson, Guðmundur Flosi Arnarson, Guðmundur Örn Benediktsson, Gunnar Jóhannesson, Gunnar Óli Hákonarson, Hermann Bárðarson, Jóhann Gunnarsson, Jóhann Katrín Þórhallsdóttir, Matthias Annesius, Snæþór Aðalsteinsson, Svala Björgvinsdóttir, Vilhjálmur Jónasson, Þorkell Lindberg Þórarinsson og Örn Jensson.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin