Dagana 4. og 5. júlí var farið í Herðubreiðarlindir og Öskju ásamt svæðisráði og þjóðgarðsverði norðursvæðis. Stoppað var á helstu áningastöðum, fundað með starfsfólki þjóðgarðsins á hálendinu og gengið inn að Víti og Öskjuvatni. Ferðin var í alla staði áhugaverð og fróðleg og að mörgu að hyggja varðandi framtíðarskipulag þjóðgarðsins.

þjóðgarðsvörður og baka til glittir í Bergþóru Kristjánsdóttur yfirlandvörð í Mývatnssveit.
Dagana 9. og 10. júlí var farið í Nýjadal (Jökuldal) og Vonarskarð ásamt þjóðgarðsvörðum norður- og vestursvæðis og fleira góðu fólki sem kemur að vinnu við gerð verndaráætlunar þjóðgarðsins. Í ferðinni voru aðstæður í og kringum Vonarskarð skoðaðar. Í Vonarskarði eru vatnaskil milli Norður- og Suðurlands og þar liggja einnig mörk milli tveggja rekstrarsvæða þjóðgarðsins, Norður og Vestur, sem þurfa að koma sér saman um framtíðarvernd og -skipulag svæðisins. Veður í ferðinni var eins og best verður á kosið og gott útsýni til allra átta. Gengið var um Vonarskarðið að sunnanverðu ásamt því að háhitasvæðið við Snapadal var skoðað. Hópurinn var sammála um að Vonarskarð væri einstakt en um leið mjög viðkvæmt svæði sem þyrfti að taka sérstaklega tillit til þegar framtíðarsýn svæðisins verður mótuð.






Dagana 20. – 22. ágúst var farið með svæðisráði og þjóðgarðsverði Norðursvæðis suður um Bárðardal, í Vonarskarð, Gæsavötn, Gæsavatnleið, Dyngjufjallaleið, Dyngjufjalladal, Suðurárbotna og til byggða við Svartárkot. Þessi ferð var ekki síður áhugaverð og fróðleg en þær fyrri, ekki síst fyrir þær hluta sakir að ferðahópurinn fékk að kynnast því hvernig skjótt skipast veður í lofti á hálendinu. Í ferðinni hreppti hópurinn bæði bjart og gott veður sem og snjókomu og slyddu með litlu skyggni og fékk hann þar að spreyta sig á því að aðstoða misvel búna og villta ferðalanga. Sannarlega lærdómsrík ferð og ljóst að öryggismál þurfa að fá sérstakan sess í verndaráætlun.



Jóhannsdóttir Náttúrustofu Norðausturlands, Böðvar Pétursson formaður svæðisráðs,
Hjörleifur Finnsson þjóðgarðsvörður, Friðrika Sigurgeirsdóttir svæðisráði, Kári Kristjánsson
sérfræðingur á Vestursvæði og Ingvar Þóroddsson svæðisráði. Ketill Sigurjónsson þjóðgarðsvörður á Vestursvæði tók myndina af hópnum knáa áður en lagt var af stað eftir gömlu Gæsavatnaleið.