Verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs og aðalskipulag Norðurþings – Íbúafundur í Skúlagarði

Náttúrustofa Norðausturlands kemur að vinnu við gerð verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs í samstarfi við svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs. Á sama tíma er sveitarfélagið Norðurþing að láta vinna nýtt aðalskipulag fyrir sameinað sveitarfélag. Þessi tvö verkefni skarast að talsverðu leyti þar sem sveitarfélagið er bundið af efni verndaráætlunar við gerð aðalskipulags fyrir landsvæði innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Einnig er mikilvægt að horfa með heildstæðum þætti á allt svæðið og auðlindir þess sem og sameiginlega hagsmuni þjóðgarðs og sveitarfélags.

Laugardaginn 21. febrúar s.l. héldu Norðurþing og svæðisráð norðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs sameiginlegan íbúafund í Skúlagarði þar sem fjallað var um stefnumörkun varðandi náttúru, minjar og landslag í Norðurþingi, austan Tjörnes og áherslur varðandi nýtingu og verndun. Á fundinum kynntu ráðgjafar frá Alta vinnu við aðalskipulagið og greiningu á landi sveitarfélagsins. Ráðgjafi frá Náttúrustofu Norðausturlands kynnti vinnu við verndaráætlun um norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og samspil hennar við aðalskipulagsgerðina. Að loknum kynningum fóru fram umræður í hópum um hina ýmsu landnotkun sem er eða gera ætti ráð fyrir, í dreifbýlinu og samspil þeirrar landnotkunar við náttúru, landslag og minjar. 

verndaraaetlun1

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin