Verndaráætlun Mývatns og Laxár var undirrituð af umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar síðastliðinn laugardag, 14. maí.
Verndaráætlunin er unnin samkvæmt lögum um vernd Mývatns og Laxár nr. 97/2004 og gildir ársins 2016. Meginmarkmið verndaráætlunarinnar er að draga fram verndargildi Mývatns- og Laxársvæðisins og marka stefnu um verndun þess með tilliti til þeirra markmiða sem sett hafa verið í lögum. Náttúrustofan hefur unnið að gerð verndaráætlunarinnar frá því árið 2005 ásamt Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og Umhverfisstofnun. Staðfesting hennar var því langþráður áfangi.
