Verndaráætlun Mývatns og Laxár undirrituð

Verndaráætlun Mývatns og Laxár var undirrituð af umhverfisráðherra Svandísi Svavarsdóttur við hátíðlega athöfn í gestastofu Umhverfisstofnunar síðastliðinn laugardag, 14. maí.

Verndaráætlunin er unnin samkvæmt lögum um vernd Mývatns og Laxár nr. 97/2004 og gildir ársins 2016. Meginmarkmið verndaráætlunarinnar er að draga fram verndargildi Mývatns- og Laxársvæðisins og marka stefnu um verndun þess með tilliti til þeirra markmiða sem sett hafa verið í lögum. Náttúrustofan hefur unnið að gerð verndaráætlunarinnar frá því árið 2005 ásamt Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn og Umhverfisstofnun. Staðfesting hennar var því langþráður áfangi.

Verndaraaetlun Myvatn
Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, undirritar verndaráætlun Mývatns og Laxár 2011-2016. Hjá henni stendur Bergþóra Kristjánsdóttir, yfirlandvörður Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit. Mynd: Ólafur A. Jónsson.

Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin