Vatnavöktun sumarsins lýkur

Flugnagildrur Náttúrustofunnar voru teknar inn í hús í síðustu viku og markar það lok vöktunarverkefna sumarsins þetta árið. Flugnagildrum hefur, samhliða vöktun vatnafugla, verið komið fyrir við Sílalækjarvatn, Miklavatn, og Skjálftavatn frá árinu 2006 og við Víkingavatn frá 2007. Frá sumrinu 2011 hefur einnig verið gildra við Ástjörn. 

Gildrurnar eru framleiddar úr plexigleri. Í þeim miðjum stendur hærri plata sem flugurnar fljúga á og falla ofan í gildruvökvann. Vökvinn er frostlögur blandaður vatni og sápu. Gildrurnar eru settar upp um 20. maí og tæmdar með mánaðar millibili út sumarið. Loks er greint úr sýnunum á haustmánuðum og breytingar á fjölda smádýra (þá sérstaklega rykmýs) bornar saman milli ára. Rannsóknum á vatnalífi er ætlað að styðja við rannsóknir á vatnafuglum.

2013-07-19 11.37.59
Flugnagildran við Ástjörn fyrr í sumar.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin