Í ágúst greindi Náttúrustofan frá ferðum þingeysks spóa sem merktur hafði verið með gervihnattasendi sl. vor í Englandi en síðan dvalið á Melrakkasléttu yfir varptímann. Spóinn hlaut nafnið Valli. Seinnipart ágúst, þegar fréttin var skrifuð, var Valli á ferðalagi suður á bóginn og kominn suður í Máritaníu í Afríku.
Gervihnattasendirinn á Valla hefur síðan reglulega gefið upplýsingar um staðsetningu og má af því sjá að Valli kom á vetrarstöðvar sínar þann 30. ágúst. Þær eru ekki langt frá borginni Conakry í Gíneu, V-Afríku. Valli virðist una hag sínum vel í sól og sumaryl á þessum slóðum, því þarna hefur hann dvalið í vetur. Í morgun kl. 8, 16. desember, var 25 stiga hiti og skýjað með köflum í Conakry. Veðurspá næstu viku er þannig að verður heiðskýrt og hiti um 30°C. Á meðan húkum við í frostinu á Fróni…
Minnt er á að hægt er að fylgjast með ferðum Valla á vefsíðunni http://www.whimbrel.info/ Þar er hægt að sjá kort með staðsetningum og ferðalögum Valla (tenglar sem byrja á „Wally Plot“ eða „Wally Data Plot“).
Einnig er á Google Maps hægt að sjá á gervihnattarmynd af því svæði sem Valli heldur sig á (tengill á heimasíðu Valla).
http://maps.google.com/maps?ll=9.681984,-13.443146&spn=0.104491,0.160795&t=k&hl=en
