Umhverfisvöktun á Bakka

Í tengslum við uppbyggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík tók Náttúrustofan að sér gagnasöfnun,  mælingar og vöktun á nokkrum umhverfisþáttum að beiðni PCC BakkiSilicon hf. Vöktunin er hluti af umhverfisvöktunaráætlun PCC BakkiSilicon hf. fyrir verksmiðjuna.

IMG_0430

Sumarið 2016 voru settir út gróðurreitir í nágrenni verksmiðjunnar til vistfræðimælinga auk viðmiðunarreits utan áhrifasvæðis hennar. Háplöntur eru greindar til tegunda, hlutfallsleg gróðurþekja einstakra háplöntutegunda og lágplöntuhópa (mosa og fléttna) er metin sjónrænt í reitunum og hæð gróðurs og jarðvegsdýpt mæld. Gróðurmælingar eru að jafnaði framkvæmdar á 5 ára fresti en árlegt eftirlit verður með ástandi gróðurs í reitunum. Gróðurmælingar munu gefa yfirsýn yfir gróðurbreytingar, s.s. tegundasamsetningu, hlutfallslega þekju einstakra tegunda og tegundahópa, vöxt og þroska gróðurs.

DCIM100MEDIADJI_0079.JPG

Gróðurreitur við Bakka, 10x10m.
Gróðurreitur við Bakka, 10×10 m.
Í hverjum gróðurreit eru gerðar gróðurmælingar í fimm 1x1m smáreitum.
Í hverjum gróðurreit eru gerðar gróðurmælingar í fimm 1x1m smáreitum.

Vor, sumar og haust 2017 hefur Náttúrustofan safnað ýmsum sýnum til efnagreiningar en markmið mælinganna á þessu ári er að ákvarða bakgrunnsgildi fyrir áframhaldandi umhverfisvöktun á starfsemi kísilmálmverksmiðjunnar:

Í vatni er mæld leiðni, sýrustig og styrkur þungmálmanna arsens (As), kadmíums (Cd), nikkels (Ni), blýs (Pb), kopars (Cu), króms (Cr), sinks (Zr) og kvikasilfurs (Hg) ásamt styrk súlfats (S04), klóríðs (Cl), og PAH-16 efna. Vatnssýni voru tekin úr Reyðará og Botnsvatni.

Í jarðvegi og seti er mældur styrkur brennisteins (S), þungmálma (As, Cd, Ni, Pb, Cu, Cr, Zn og Hg), díoxín, og PAH-16 efna. Í seti er einnig mældur styrkur járns (Fe) og natríums (Na). Jarðvegssýni voru tekin við tvo gróðurreiti í nágrenni verksmiðjunnar og setsýni voru tekin úr Botnsvatni og fjöru við Bakka.

Setsýni úr Botnsvatni.
Setsýni úr Botnsvatni.

Heysýni voru tekin af túnum á Héðinshöfða 1 og 2 til mælinga á styrk brennisteins (S) í heyi.

Sýnin eru send til Efnagreininga á Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem sjá um greiningu sýnanna.

Nánari upplýsingar um þeim efni sem mæld eru og fylgst er með má meðal annars finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar:

https://www.ust.is/einstaklingar/astand-umhverfisins/mengandi-efni/

https://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/brennisteinsdioxid/

 

 

 

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin