
Í gær barst Náttúrustofunni torkennilegt skorkvikindi sem hafði komið sér fyrir á heimili einu hér á Húsavík. Um er að ræða svokallaðan trjábukka en kvikindið er skordýr af ættbálki bjallna. Búkur dýrsins er um 2-3 cm en fálmararnir langir og krókbognir eins og meðfylgjandi mynd sýnir.