Trjábukkur á Húsavík

IMG_2852
Trjábukkar eru ekki hættulegir mönnum en þeir geta bitið fast. Þessi dýr eru sérhæfð á trjátegundir og því er ekki talið að þau taki upp á að fjölga sér hér á landi. Líklegast er að þessi tjábukki hafi borist hingað með unnu tré t.d. arinkubbum eða vörubrettum.

Í gær barst Náttúrustofunni torkennilegt skorkvikindi sem hafði komið sér fyrir á heimili einu hér á Húsavík. Um er að ræða svokallaðan trjábukka en kvikindið er skordýr af ættbálki bjallna. Búkur dýrsins er um 2-3 cm en fálmararnir langir og krókbognir eins og meðfylgjandi mynd sýnir.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin