Tillaga að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá

Umhverfi og náttúra Mývatns og Laxár er einstök á heimsvísu. Fyrir ferðalanga er það líkt og að koma í ævintýraheim að skoða og upplifa svæðið en fyrir náttúruvísindamenn er það endalaus uppspretta rannsóknaefnis og forvitnilegra náttúrufyrirbæra, bæði á sviði líf- og jarðvísinda. Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn hafa unnið tillögu að verndaráætlun fyrir Mývatn og Laxá.

Myvatn

Í inngangi að tillögunum segir meðal annars:

„Meginmarkmið verndaráætlunarinnar fyrir Mývatn og Laxá eru að fara yfir stöðu hins verndaða svæðis ásamt vatnsverndarsvæði þess en einnig að skýra markmið með verndun svæðisins samkvæmt lögum um hið verndaða svæði. Í verndaráætluninni eru veittar grunnupplýsingar um núverandi ástand svæðisins, fjallað um það sem betur má fara í skipulagi þess, hvaða aðgerðir eru nauðsynlegar til að viðhalda og auka verndargildi svæðisins og að lokum er hlutverk starfsmanna Umhverfisstofnunar skýrt.“

Betur sjá augu en auga og því eru allar athugasemdir vel þegnar hvað mætti betur fara varðandi ti llögu að verndaráætlun fyrir verndarsvæði Mývatns og Laxár. Formlegur frestur til þess að koma með athugasemdir og ábendingar hófst þann 29. apríl, og varir í sex vikur. Athugasemdum skal skila skriflega til Umhverfisstofnunar eða á ust@ust.is.


WordPress Image Lightbox Plugin