Þorkell Lindberg snýr aftur!

Þorkell Lindberg, sem verið hefur forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands síðasta ár, snýr um næstu áramót aftur til starfa sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands. Þorkell Lindberg, eða Lindi,  er okkur að góðu kunnur en hann stýrði Náttúrustofunni styrkri hendi frá stofnun hennar árið 2003 fram til síðustu áramóta. Stjórn og starfsfólk Náttúrustofunnar býður Linda velkominn heim. Um leið er Aðalsteini Erni Snæþórssyni þökkuð góð störf en hann hefur gegnt stöðu forstöðumanns tímabundið undanfarið ár. Aðalsteinn snýr nú til baka í sitt fyrra starf sem sérfræðingur hjá Náttúrustofunni.


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin