Fyrr í sumar stóð Náttúrustofan fyrir viðamiklum svartfuglamerkingum með því að markmiði að rannsaka farhætti og vetrarstöðvar íslenskra svartfugla. Þrjár tegundir svartfugla (langvía, stuttnefja og álka) voru merktar í þremur byggðum – Látrabjargi, Grímsey og Fonti á Langanesi. Að auki sá Náttúrustofa Suðurlands um að merkja lunda í Grímsey, Papey og Stórhöfða á Heimaey. Fuglarnir voru allir merktir með dægurritum (e. geolocator) en við endurheimtu er hægt að hlaða niður gögnum sem þeir hafa skráð og þar með fá upplýsingar um ferðir þeirra. Verkefnið hlaut styrk úr Veiðikortasjóði. Veðrið lék við okkur við veiðar í Grímsey eins og sjá má á þessari mynd sem tekin er um það leyti er sólin var hvað lægst á lofti. Þarna heldur Alli á stuttnefju úr bæli í Stóra Bratta sem við munum vonandi sjá aftur að ári…
Menu