Sumarstarfsmenn

Sumarið er jafnan annasamasti tími ársins hjá Náttúrustofunni en þá fer gagnasöfnun að mestu fram. Verkefnin eru jafnan mörg og fjölbreytt en þeim má skipta í vöktunarverkefni, tímabundin rannsóknaverkefni og þjónusturannsóknir. Vöktunarverkefni Náttúrustofunnar eru mörg hver tengd fuglum en auk fuglavöktunar hefur Náttúrustofan verið með vatnavöktun og fiðrildavöktun. Síðustu ár hafa tímabundin rannsóknaverkefni Náttúrustofunnar að mestu leyti snúist um rannsóknir á vetrardreifingu fugla. Þjónusturannsóknir eru ýmist vöktunarverkefni til lengri tíma eða styttri úttektir í tengslum við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda.

Þegar mikið er að gera kemur liðsauki sér vel. Í sumar hefur Náttúrstofan fengið til liðs við sig sumarstarfsmenn sem koma til með að aðstoða við verkefni sumarsins. Snæþór Aðalsteinsson kom til starfa þann 15. maí og Chanee Thianthong þann 1. júní. Snæþór hefur nám í líffræði við Háskóla Íslands í haust og Chanee stefnir á meistaranám í jarðfærði. Náttúrustofan býður þau velkomin til starfa.

Sumarstarfsmennirnir Chanee og Snæþór að störfum
Sumarstarfsmennirnir Chanee og Snæþór að störfum

 

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin