Stóra sænál

Náttúrustofunni var að berast í hendur afar sérkennilegur fiskur. Þetta er stóra-sænál (Entelurus aequoreus)sem flæktist með þara í grásleppunet. Það var Ingólfur Árnason sem veiddi sænálina við Hvanndalarif á Skjálfanda. Stóra-sænál er ein af 14 tegundum sænála í NA-Atlantshafi og sú eina sem fundist hefur hér við land. Þetta er afar mjór fiskur sem er yfirleitt á bilinu 20-60 cm á lengd. Á höfðinu er löng trjóna og á enda hennar lítill munnur sem vísar upp. Sænál er ekki algeng við Ísland og sést aðallega við suðvesturhornið. Á síðustu árum hefur hún fundist í mun meira mæli og þá einnig fundist víðar. Ástæða fjölgunar er talin vera hlýnun sjávar og að hún skuli finnast á norðurlandi staðfesting á vaxandi streymi hlýsjós norður fyrir land.

Saenal

saenal1

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin