Starfsmaður í þjálfun

Á atvinnuþemadögum Öxarfjarðarskóla, dagana 22.-23. maí, fékk Náttúrustofan til sín upprennandi fuglafræðinginn Snæþór Aðalsteinsson í starfskynningu. Snæþór tók bæði þátt í fuglatalningum og fuglamerkingum og gaf föður sínum Aðalsteini Snæþórssyni starfsmanni Náttúrustofunnar ekkert eftir.

Þar sem þetta er annað árið í röð sem Snæþór kynnir sér starfsemi Náttúrustofunnar færði forstöðumaður honum bókina „Íslenskur fuglavísir“ að gjöf. Bókin er þakklætisvottur fyrir áhugann og vel unnin störf og er árituð af höfundinum Jóhanni Óla Hilmarssyni.

Snaetor

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin