Skýrsla um náttúruauðlindir í Öxarfirði

Náttúrustofan gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið „Náttúruauðlindir í Öxarfirði“. Náttúrustofan vann skýrsluna í samstarfi við Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp. Útgáfa skýrslunnar er hluti af stærra verkefni sem fjallar um hagræna nýtingu náttúruauðlinda í Öxarfirði. Í því verkefni er lögð sérstök áhersla á jarðhita og ferskvatn og fengu sveitarfélögin styrk frá Impru nýsköpunarmiðstöð á þessu ári til að koma verkefninu af stað.

Skýrsluna skrifaði Öxfirðingurinn Auður Aðalbjarnardóttir, líffræðinemi og starfaði hún við það hjá Náttúrustofunni sl. sumar. Í verkefnisstjórn voru þeir Kristján Þ. Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Öxarfjarðarhreppi og Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Nátttúrustofu Norðausturlands.

Meðal þess sem finna má í skýrslunni eru helstu upplýsingar um náttúrufar svæðisins, nýtingu og aðsteðjandi hættur. Í náttúrufarskaflanum má finna upplýsingar um jarðfræði, vatnafar, verðurfar og lífríki. Í kaflanum um nýtingu er fjallað um nýverandi nýtingu auðlinda, nýtingu þeirra fyrr á tímum og mögulega nýtingu til framtíðar. Í kafla um aðsteðjandi hættur er svo fjallað um Jökulsá og jarðhræringar.

Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella á hér.

Natturuaudlindir i Oxarfirdi
Frá skýrsluafhendingunni. Frá vinstri: Katrín Eymundsdóttir oddviti Kelduneshrepps, Elvar Árni Lund sveitarstjóri Öxarfjarðarhrepps, Auður Aðalbjarnardóttir skýrsluhöfundur og Þorkell Lindberg Þórarinsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin