Náttúrustofan gaf nýverið út skýrslu sem ber heitið „Náttúruauðlindir í Öxarfirði“. Náttúrustofan vann skýrsluna í samstarfi við Öxarfjarðar- og Kelduneshrepp. Útgáfa skýrslunnar er hluti af stærra verkefni sem fjallar um hagræna nýtingu náttúruauðlinda í Öxarfirði. Í því verkefni er lögð sérstök áhersla á jarðhita og ferskvatn og fengu sveitarfélögin styrk frá Impru nýsköpunarmiðstöð á þessu ári til að koma verkefninu af stað.
Skýrsluna skrifaði Öxfirðingurinn Auður Aðalbjarnardóttir, líffræðinemi og starfaði hún við það hjá Náttúrustofunni sl. sumar. Í verkefnisstjórn voru þeir Kristján Þ. Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Öxarfjarðarhreppi og Þorkell Lindberg Þórarinsson, forstöðumaður Nátttúrustofu Norðausturlands.
Meðal þess sem finna má í skýrslunni eru helstu upplýsingar um náttúrufar svæðisins, nýtingu og aðsteðjandi hættur. Í náttúrufarskaflanum má finna upplýsingar um jarðfræði, vatnafar, verðurfar og lífríki. Í kaflanum um nýtingu er fjallað um nýverandi nýtingu auðlinda, nýtingu þeirra fyrr á tímum og mögulega nýtingu til framtíðar. Í kafla um aðsteðjandi hættur er svo fjallað um Jökulsá og jarðhræringar.
Hægt er að lesa skýrsluna með því að smella á hér.
