Skemmukönguló berst Náttúrustofunni

Náttúrustofan fékk í dag stóra könguló til greiningar. Köngulóin hafði fundist í vaski á Hvalasafninu. Þetta reyndist vera skemmukönguló (Eratigena atrica) sem er ein af stærstu köngulóartegundum sem hér finnst. Skemmukönguló finnst eingöngu innanhúss hérlendis og eins og nafnið bendir til eru skemmur og vörulagerar aðal  heimkynni hennar. Hún líkist mjög húsaköngulónni en er miklu stærri og alveg meinlaus. Hún hefur fundist reglulega síðustu áratugi og er því að öllum líkindum komin í hóp þeirra tegunda sem hafa hér fasta búsetu. Þetta er í þriðja sinn sem Náttúrustofa Norðausturlands fær þessa tegund til greiningar svo líklega er hún búin að taka sér bólfestu hér á Húsavík. Þetta er skemmtileg viðbót við smádýrafánuna hér enda er skemmuköngulóin gullfalleg eins og sést á meðfylgjandi mynd. Nánar má lesa um skemmukönguló á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands.

IMG_9650


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin