Samstarfssamningur við RAMÝ

Síðast liðinn þriðjudag undirrituðu forstöðumenn Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn formlegan samstarfssamning. Markmið samningsins er koma á samstarfi um rannsóknastarf, nýtingu aðstöðu, og eftir atvikum kennslu/fræðslu sem tengist Mývatni og Laxá.

Í samningnum er lögð áhersla á að efla rannsókna- og fræðastarf á sviði náttúrufræða í Þingeyjarsýslum og að samstarf stofnananna leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki, sem standist í einu og öllu alþjóðlegan samanburð og stuðli að aukinni atvinnu í héraðinu.

 


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin