Samstarfssamningur við RAMÝ

Síðast liðinn þriðjudag undirrituðu forstöðumenn Náttúrustofu Norðausturlands og Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn formlegan samstarfssamning. Markmið samningsins er koma á samstarfi um rannsóknastarf, nýtingu aðstöðu, og eftir atvikum kennslu/fræðslu sem tengist Mývatni og Laxá.

Í samningnum er lögð áhersla á að efla rannsókna- og fræðastarf á sviði náttúrufræða í Þingeyjarsýslum og að samstarf stofnananna leiði til þekkingar og menntunar í hæsta gæðaflokki, sem standist í einu og öllu alþjóðlegan samanburð og stuðli að aukinni atvinnu í héraðinu.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin