Rosabaugur umhverfis tunglið

Í gærkvöldi, 23. janúar 2013, mátti sjá mjög greinilegan rosabaug umhverfis tunglið. Rosabaugur nefnist það þegar ljós baugur sést í kring um tunglið eða sólina. Baugurinn stafar af ljósbroti sem verður þegar ljósgeislarnir fara í gegn um þunna skýjahulu sem er það hátt á lofti að rakinn myndar ískristalla. Við það að fara í gegnum ískristallana breytist stefna geislanna um 22 gráður og því sést rosabaugur í þeirri fjarlægð frá tunglinu eða sólinni. Þar sem tunglið er mun daufara en sólin er sjaldgæfara að sjá rosabaug í kring um það. Myndirnar sem fylgja eru teknar við Víkingavatn í Kelduhverfi og bjarta stjarnan sem sést hægra megin við tuglið er plánetan Júpíter. Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær í hærri upplausn.

Rosabaugur2

Rosabaugur1

Nánar má lesa um rosabauga á vef Veðurstofunnar:

http://www.vedur.is/vedur/frodleikur/greinar/nr/1033

og á Vísindavefnum:

http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=5499

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin