Rjúpnarannsóknir á Norðausturlandi

Í byrjun október kom norður hópur fólks frá Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræðum. Markmiðið var að veiða rjúpur til að rannsaka heilbrigði og líkamsástand rjúpunnar og kanna hvaða sníkjudýr herja á hana. Starfsmenn Náttúrustofunnar tóku þátt í rannsókninni með því að hjálpa til við veiðar og sýnatöku. Var víða farið um Þingeyjarsýslu í rjúpnaleit og náðust alls rúmlega 160 rjúpur. Eftir að rjúpa hafði verið skotin var tekið úr henni blóðsýni, aldur og kyn ákvarðað, tími, staðsetning, hópastærð og gróðurlendi skráð. Hún var svo merkt og gengið frá henni til krufningar síðar. Hluti var krufinn hér fyrir norðan og var meðal annars rannsóknarstofa Náttúrustofunnar notuð til þess.

rjúpa

WordPress Image Lightbox Plugin