Plastmengun í hafi og plast í fýlum

Náttúrustofa Norðausturlands hefur nýverið samið við Umhverfisstofnun um rannsóknir á plasti í fýlum  (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR svæðinu. OSPAR hóf að nota plast í fýlum sem vistfræðilegan metil á plastmengun hafsins árið 2009 en þá höfðu rannsóknir á plastmengun í fýlum staðið yfir frá níunda áratug síðustu aldar.

Fýll er talinn mjög ákjósanleg tegund til að rannsaka og vakta plastmengun í sjó. Helstu ástæður þess er að fýlar afla sér fæðu eingöngu á sjó og sjaldan nærri landi. Þeir eiga erfitt með að kafa og því afla þeir sér fæðu mest sem næst yfirborði sjávar. Komið hefur í ljós að fýlar gleypa talsvert af plasti og eru nokkrar ástæður taldar fyrir því. Einna helst er talið að sumt plast líkist fæðu, plast geti verið í mögum dýra sem fýllinn étur (úrgangur frá fiskibátum) og að plast í nágrenni fæðu geti borist í fýla við fæðuupptöku.

Fýlar sem notaðir eru í þessa vöktun eru fyrst og fremst fýlar sem finnast dauðir á ströndum Vestur-Evrópu. Einnig hafa verið notaðir fýlar sem drepast við að festast í veiðarfærum fiskiskipa og –báta og er stefnt að því að nota þá aðferð hér á landi.

Starfsmaður Náttúrustofunnar, Aðalsteinn Örn Snæþórsson, fór til Hollands í febrúar og sótti þar námskeið á vegum rannsóknastofnunarinnar Wageningen Marine Research. Umjónarmaður námskeiðsins var Jan van Franeker sem sér um samræmingu rannsóknaraðferða við athugun á plasti í fýlum fyrir OSPAR. Við krufningu á hræjum eru ýmsir líffræðilegir þættir mældir og kyn og aldur greindur. Plastið sem finnst í mögum er flokkað eftir uppruna þess í iðnaðarplast og neysluplast og er neysluplastið svo flokkað nánar eftir gerð þess.

Jan Franeker að fræða nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Jan Franeker fræðir nemendur á námskeiðinu um krufningu fýla.
Fjöldi hræja af fýlum var til reiðu fyrir þátttakendur að spreyta sig á.
Fjöldi hræja af fýlum var til reiðu fyrir þátttakendur að spreyta sig á.
Allt var mælt og skráð af mikilli nákvæmni.
Allt var mælt og skráð af mikilli nákvæmni.
Magainnihald var skolað í sigti og allar plastagnir teknar frá.
Magainnihald var skolað í sigti og allar plastagnir teknar frá.
Það er nákvæmnisverk að fara í gegn um magainnihald og greina plast frá náttúrulegri fæðu.
Það er nákvæmnisverk að fara í gegnum magainnihald og greina plast frá náttúrulegri fæðu. Ljósm. Daniel Turner.
Plast úr maga eins fýls.
Plast  ásamt fleiri hlutum úr maga eins fýls. Ljósm. Nina Dehnhard.
Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin