Plast, plast og meira plast

Eins og sagt var frá hér í vor tók Náttúrustofa Norðausturlands að sér að rannsaka plast í fýlum (Fulmarus glacialis) sem hluta af staðlaðri vöktun á plastmengun á OSPAR svæðinu. Í vor fór fram söfnun á dauðum fýlum, alls 43, til rannsóknanna en fýlarnir komu í veiðarfæri fiskibáta hér við Skjálfandaflóa annars vegar og við Bolungarvík hins vegar.

Í haust voru fýlarnir krufðir á Náttúrustofunni en alls fannst plast í um 70% þeirra. Umsjónarmenn sjónvarpsþáttarins Kveiks fengu að fylgjast með krufningunni og var sýnt frá henni þriðjudaginn 4. desember í mjög áhugaverðum þætti Kveiks um plast og plastmengun á Íslandi og víðar um heiminn.

Fýlar mældir og krufðir.
Fýlar mældir og krufðir.
Fýll nr. 39 átti met í fjölda plastagna í maga.
Fýll nr. 39 átti met í fjölda plastagna í maga.

 

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin