Náttúrustofan hefur ráðið Björgvin Rúnar Leifsson, sjávarlíffræðing M.S. í hlutastarf fram að áramótum. Björgvin starfar í aðalstarfi sem líffræðikennari og áfangastjóri við Framhaldsskólann á Húsavík.
Starf Björgvins hjá Náttúrustofunni tengist rannsóknum á vistfræði straumanda á sjó. Þar mun sérfræðiþekking Björgvins nýtast vel í rannsóknum á því búsvæði sem straumendur nýta að vetrarlagi.
