Nýr starfsmaður Náttúrustofu Norðausturlands

Nýr starfsmaður, Brynjólfur Brynjólfsson, hóf störf á Náttúrustofunni í byrjun apríl. Hann er með B.s. gráðu í tölulegri líffræði og leggur stund á meistaranám í náttúru- og umhverfisfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Brynjólfur hefur þurft að takast á við ólík verkefni á þessum fyrstu vikum í starfi og staðið sig með miklum ágætum. Helstu vekefnin hafa verið greiningar fiðrilda, uppsetning og eftirlit með vöktunarmyndavélum og fuglaathuganir vegna fyrirhugaðs vindorkuvers.

Fiðrildagreiningar.
Fuglaathuganir vegna fyrirhugaðs vindorkuvers.
Uppsetning eftirlitsmyndavélar í Grímsey.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin