Nýr starfsmaður

Nýr starfsmaður, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, hóf störf hjá Náttúrustofunni þann 1. ágúst s.l. Stella er með B.Sc. gráðu í líffræði frá HÍ og M.Sc. gráðu í umhverfisstjórnum frá University of Idaho. Hún hefur frá árinu 1994 verið þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum. Stella býr á Víkingavatni í Kelduhverfi ásamt manni sínum Aðalsteini Erni Snæþórssyni og tveimur sonum. Á Náttúrustofunni mun helsta verkefni Stellu vera gerð verndaráætlunar fyrir norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Stella


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin