Nýr starfsmaður

Í gær hóf störf hjá Náttúrustofunni Aðalsteinn Örn Snæþórsson. Hann þriðji starfsmaðurinn á skömmum tíma og eru því alls fimm starfsmenn hjá Náttúrustofunni um þessar mundir en einn er þó í fæðingarorlofi. Aðalsteinn er líffræðingur (B.S.) auk þess að vera með kennararéttindi. Undanfarin ár hefur hann starfað sem náttúrufræðikennari við grunnskólann í Lundi í Öxarfirði. Aðalsteinn er búsettur á Víkingavatni í Kelduhverfi, þ.e. í hjarta hins verðandi sameinaða sveitarfélags, Norðurþings.

Alli
Alli í góðum gír á skrifstofunni.

Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin