Þorkell Lindberg Þórarinsson lét af störfum sem forstöðumaður Náttúrustofu Norðausturlands um áramót eftir 17 ár í starfi en hann hefur verið skipaður forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands til næstu 5 ára. Aðalsteinn Örn Snæþórsson hefur verið ráðinn í hans stað til eins árs en Aðalsteinn hefur verið starfsmaður Náttúrustofunnar frá árinu 2006 og er því öllum hnútum kunnur. Við bjóðum Aðalstein velkominn til starfa sem forstöðumaður og óskum Þorkeli velfarnaðar í nýju starfi.
