Ný skýrsla komin út

Náttúrustofa Norðausturlands tók að sér að rannsaka fuglalíf á fyrirhuguðu vegstæði Dettifossvegar sl. sumar. Glóðvolg úr prentsmiðjunni er nú skýrsla þar sem fjallað er um rannsóknirnar. Skýrslan er önnur skýrslan sem Náttúrustofan gefur út.

Verkið var unnið fyrir Vegagerðina á Akureyri og verða niðurstöðurnar notaðar við mat á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Dettifossvegar. Upplýsingar um framkvæmdina má finna hér.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin