Norræna gulldepla

Síðastliðinn sunnudag, 25. mars, fann starfsmaður Náttúrustofunnar þrjá litla fiska í fjöruborðinu í Barminum á Tjörnesi. Fiskarnir voru um sex sentímetra langir silfraðir að lit. Við nánari athugun reyndust fiskarnir vera af tegundinni norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Ekki er algengt að finna þessa tegund í fjörum enda hirða máfar svona góðgæti fljótt upp. Lítið er vitað um norrænu gulldepluna hér við land enda miðsjávarfiskur sem heldur sig á 100 – 200 metra dýpi á nóttunni en 200 -500 metra dýpi á daginn. Helst finnst þessi fiskur þegar verið er að skoða magasýni úr stærri fiskum. Norræna gulldeplan finnst hér allt í kring um landið og lifir á krabbadýrum.

gulldepla


Warning: Undefined array key "show_post_count" in /home/customer/www/nna.is/public_html/wp-content/plugins/anual-archive/annual_archive.php on line 711
WordPress Image Lightbox Plugin