Náttúrustofa Norðausturlands er aðili að Samtökum náttúrustofa (SNS) ásamt sjö öðrum náttúrustofum sem staðsettar eru víðs vegar um landið. Náttúrustofurnar skiptast á að halda svokölluð náttúrustofuþing á vegum SNS. Á þeim vettvangi kemur starfsfólk náttúrustofanna saman og kynnir starfsemi stofanna. Náttúrustofuþingin voru framan af haldin árlega, það fyrsta af Náttúrustofu Norðausturlands í nóvember 2005 á Hvalasafninu á Húsavík. Síðustu ár hafa þingin verið haldin annað hvert ár og þann 6. apríl síðastliðinn var komið að Náttúrustofu Norðausturlands að halda þingið öðru sinni. Þingið fór fram á Fosshóteli Húsavík og voru gestir um 40 talsins.

Þingið hófst með setningu Kristínar Ágústsdóttur, formanns Samtaka náttúrustofa. Björn H. Barkarson flutti ávarp frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.



Erindin, sem voru fjölbreytt, voru 9 talsins, eitt frá hverri náttúrustofu auk eins erindis frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Trausti Baldursson fjallaði um vistgerðir á Íslandi.



Þorkell Lindberg Þórarinsson fjallaði um bjargfuglarannsóknir á tímum mikilla vistkerfisbreytinga við Ísland og Bjarni Jónsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra fjallaði um stöðu og sérstöðu íslenskra ála.






Hvers vegna minknum fækkaði var umfjöllunarefni Róberts A. Stefánssonar hjá Náttúrustofu Vesturlands og Hafdís Sturlaugsdóttr hjá Náttúrustofu Vestfjarða fjallaði um rannsókn á marhálmi við Breiðafjörð.






Sindri Gíslason frá Náttúrustofu Suðvesturlands hélt erindi um grjótkrabba við Ísland og Ingvar A. Sigurðsson hjá Náttúrustofu Suðurlands fjallaði um rannsóknir á farleiðum og vetrarstöðvum skrofa í Heimaey.






Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands fjallaði um stærsta stjörnusjónauka á Íslandi sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði og Kristín Ágústsdóttir hélt erindi um hreindýrabeitarvist





