Náttúrustofuþing 2017

Náttúrustofa Norðausturlands er aðili að Samtökum náttúrustofa (SNS) ásamt sjö öðrum náttúrustofum sem staðsettar eru víðs vegar um landið. Náttúrustofurnar skiptast á að halda svokölluð náttúrustofuþing á vegum SNS. Á þeim vettvangi kemur starfsfólk náttúrustofanna saman og kynnir starfsemi stofanna. Náttúrustofuþingin voru framan af haldin árlega, það fyrsta af Náttúrustofu Norðausturlands í nóvember 2005 á Hvalasafninu á Húsavík. Síðustu ár hafa þingin verið haldin annað hvert ár og þann 6. apríl síðastliðinn var komið að Náttúrustofu Norðausturlands að halda þingið öðru sinni. Þingið fór fram á Fosshóteli Húsavík og voru gestir um 40 talsins.

2017-04-06 09.48.14
Gestir þingsins

Þingið hófst með setningu Kristínar Ágústsdóttur, formanns Samtaka náttúrustofa. Björn H. Barkarson flutti ávarp frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

2017-04-06 09.55.10
Björn H. Barkarson

Erindin, sem voru fjölbreytt, voru 9 talsins, eitt frá hverri náttúrustofu auk eins erindis frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem Trausti Baldursson fjallaði um vistgerðir á Íslandi.

2017-04-06 09.58.44lagfærð
Trausti Baldursson

Þorkell Lindberg Þórarinsson fjallaði um bjargfuglarannsóknir á tímum mikilla vistkerfisbreytinga við Ísland og Bjarni Jónsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra fjallaði um stöðu og sérstöðu íslenskra ála.

2017-04-06 10.54.26lagfærð
Þorkell Lindberg Þórarinsson
2017-04-06 11.05.50lagfærð
Bjarni Jónsson

Hvers vegna minknum fækkaði var umfjöllunarefni Róberts A. Stefánssonar hjá Náttúrustofu Vesturlands og Hafdís Sturlaugsdóttr hjá Náttúrustofu Vestfjarða fjallaði um rannsókn á marhálmi við Breiðafjörð.

2017-04-06 11.27.52lagfærð
Róbert A. Stefánsson
2017-04-06 11.17.30lagfærð
Hafdís Sturlaugsdóttir

Sindri Gíslason frá Náttúrustofu Suðvesturlands hélt erindi um grjótkrabba við Ísland og Ingvar A. Sigurðsson hjá Náttúrustofu Suðurlands fjallaði um rannsóknir á farleiðum og vetrarstöðvum skrofa í Heimaey.

2017-04-06 11.39.52lagfærð
Sindri Gíslason
2017-04-06 11.48.55lagfærð
Ingvar A. Sigurðsson

Snævarr Guðmundsson hjá Náttúrustofu Suðausturlands fjallaði um stærsta stjörnusjónauka  á Íslandi sem staðsettur er á Höfn í Hornafirði og Kristín Ágústsdóttir hélt erindi um hreindýrabeitarvist

2017-04-06 11.57.47lagfærð
Snævarr Guðmundsson
2017-04-06 12.08.09lagfærð
Kristín Ágústsdóttir

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin