Náttúrustofan setur upp fiðrildagildru

Fiðrildi hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi eins og önnur skordýr. Fáir aðilar á landinu búa yfir þekkingu til að greina fiðrildi til tegundar og því er útbreiðsla tegundanna ekki vel þekkt. 147 tegundir fiðrilda hafa fundist hérlendis en af þeim eru 54 taldar villtar innlendar tegundir. Veiðar fiðrilda í ljósgildrur á Íslandi hófust árið 1995 er Ísland varð aðili að samnorræna verkefninu “moth monitoring scheme” . Verkefnið stóð í 10 ár og var veitt á tveimur stöðum á Íslandi. Haldið hefur verið áfram á þessum stöðum og fleiri hafa bæst við. Allar fiðrildaveiðar með ljósgildrum hafa hingað til verið stundaðar á Suðurlandi. Náttúrustofa Norðausturlands var nú að setja upp fyrstu ljósgildur til fiðrildaveiða á norðurlandi. Gildran er með sterku ljósi sem fiðrildin sækja í en undir perunni er trekt sem fiðrildin falla niður um og ofan í safnkassa. Í safnkassanum er svæfingarefni sem svæfir fiðrildin. Einu sinni í viku er gildran tæmd og yfirfarin. Gert er ráð fyrir að þessar veiðar verði fastur hluti af starfsemi Náttúrustofunnar og að veitt verið á sama stað á hverju ári. Með því móti er hægt sjá út sveiflur í stofnum fiðrilda milli ára en fiðrildaveiðar eru taldar mjög góð leið til umhverfisvöktunar.

fidrildagildran

fidrildagildran1

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin