Náttúrustofan opnar heimasíðu

Í dag opnaði Náttúrustofa Norðausturlands glænýja heimasíðu sína, www.nna.is.  Opun síðunnar er samhliða opnun heimasíðu Þekkingarseturs Þingeyinga www.hac.is en eins og sjá má er grunnhönnun á síðunum tveimur sú sama þó svo að þær séu í mismunandi útfærslum. Þetta á vel við þar sem stofnanirnar hafa með sér náið samstarf og starfa undir sama þaki.

Síðurnar voru hannaðar af Örkinni ehf. á Húsavík og vill Náttúrustofan koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra Arkar-manna fyrir ánægjulegt og gott samstarf við gerð heimasíðu stofnunarinnar. Síðurnar eru settar upp í Outcome vefstjóra í samvinnu við Vef-Samskiptalausnir.

 

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin