Náttúrustofan og NEED

Náttúrustofa Norðausturlands er aðili að NEED verkefninu sem er samstarfsverkefni fjögurra þjóða, Íslendinga, Finna, Norðmanna og Íra. NEED er skammstöfun fyrir Northern Environmental Education Development sem þýða mætti sem „uppbygging náttúruskóla og umhverfismenntar á norðurslóðum“. Miðpunktur þessa verkefnis á Íslandi er Vatnajökulsþjóðgarður en unnið er að fjölda verkefna í og við hann. Heimasíða NEED verkefnisins er www.need.is.

Verkefnið sem náttúrustofan vann að í tengslum við NEED var hönnun og þróun útikennslunámskeiðs fyrir kennara með áherslu á jarðfræði. Námskeið þetta var haldið í Ásbyrgi 13. og 14. ágúst s.l. og tóku 10 kennarar og 3 landverðir þátt í því.

Fyrri daginn var farið með þátttakendur í upplifunargönguferð eftir umhverfisstíg. Voru þátttakendur „meðhöndlaðir“ eins og þeir væru nemendur grunnskóla og var því að miklu leiti um upplifunarnám að ræða. Á umhverfisstígnum voru 27 verkefni sem miðuðu að því að fá þátttakendur til að kynnast umhverfinu á sem fjölbreyttastan hátt. Sérstök áhersla var lögð á myndun og mótun umhverfisins í Ásbyrgi. Flest verkefnin voru á leikjaformi og byggðu því á virkri þátttöku allra aðila.

NEED3

NEED2

Umhverfisstígurinn lá frá tjaldstæðinu í Ásbyrgi inn í botn og svo út með austurbarmi Ásbyrgis að tjaldstæðinu aftur. Þegar að tjaldstæðinu var komið var farið að eldstæði þar sem kynnt var fyrir þátttakendum útieldhús og möguleikar matreiðslu með eldi. Sveppir, týndir á leiðinni voru hluti af matreiðslunni. Daginn eftir var farið í ýmis verkefni til að gefa þátttakendum fleiri hugmyndir um möguleika útikennslu sem kennsluaðferðar.

NEED4

NEED7

NEED6

Námskeiðið tókst í alla staði mjög vel enda veður gott. Þátttakendur voru sælir og kátir en margir hverjir þreyttir enda stíft námskeið og mikil hreyfing. Gerð hefur verið skýrsla um námskeiðið og er hægt að skoða hana hér á vef náttúrustofunnar. Hér á eftir fara nokkrar myndir frá námskeiðinu.

NEED1

NEED

NEED5

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
WordPress Image Lightbox Plugin